Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir næstum 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Íbúð­ar­hús­næði og umsókn um stofn­framlög

Samkvæmt fjár­hags­áætlun bæjar­stjórnar Vest­ur­byggðar 2020 er gert ráð fyrir sölu íbúð­ar­hús­næðis í eigu sveit­ar­fé­lagsins. Um síðustu áramót 2019/2020 átti Vest­ur­byggð og Fast­eignir Vest­ur­byggðar samtals 33 íbúðir.


Skrifað: 14. maí 2020

Í samræmi við framangreinda fjárhagsáætlun hafa á síðustu misserum, eftirfarandi íbúðarhúsnæði verið auglýst til sölu eða eru í söluferli.

Patreksfjörður

  • Bjarkagata 8
  • Sigtún 29 – 35 (8 íbúðir)
  • Stekkar 13
  • Aðalstræti 63
  • Aðalstræti 105

Bíldudalur

  • Sæbakki 4 (2 íbúðir)
  • Langahlíð 18

Þrátt fyrir ofangreindar eignir verði seldar í samræmi við markmið í fjárhagsáætlun Vesturbyggðar þá verða áfram í eigu Vesturbyggðar og Fasteigna Vesturbyggðar samtals 14 íbúðir á Patreksfirði og 3 íbúðir á Bíldudal.

Bæjarráð Vesturbyggðar staðfesti á 895. fundi sínum að sækja um stofnframlög til nýbyggingar 4 íbúða á Bíldudal í samvinnu við Nýjatún ehf. sem hluta af tilraunaverkefni í átaki í húsnæðismálum á landsbyggðinni. Fáist stofnframlög til verkefnisins þá mun Vesturbyggð leggja 12% stofnframlag í verkefnið sem nemur um 13,4 millj. kr. Í umsókn Vesturbyggðar um stofnframlög kom m.a. fram: “Til að stoppa þá miklu stöðnun sem orðið hefur í byggingu íbúðarhúsnæði á Bíldudal og til að auka líkur á að frekari atvinnuuppbygging geti átt sér stað í samræmi við framtíðaráform þeirra fyrirtækja sem eru með rekstur á Bíldudal er nauðsynlegt að veitt verði framlög til þessa verkefnis.” Niðurstöðu vegna umsóknar Vesturbyggðar um stofnframlag er að vænta í júlí.