Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Innheimtu­full­trúi og verk­efna­stjórn

Vest­ur­byggð auglýsir starf innheimtu­full­trúa og verk­efna­stjóra laust til umsóknar.


Skrifað: 18. júlí 2022

Starfsauglýsingar

Innheimtufulltrúi sér um reikningagerð og innheimtu þeirra, álagningu og innheimtu fasteignagjalda, afstemmingu viðskiptamannareikninga ásamt öðrum tilfallandi verkefnum sem heyra undir innheimtufulltrúa.

Verkefni verkefnastjóra felast í umsjón með vef sveitarfélagsins, samfélagsmiðlum ásamt ritstjórn. Verkefnastjóri er tengiliður sveitarfélagsins við þjónustuaðila upplýsingakerfa og heldur utan um búnað og aðgangsmál. Kemur að gerð gæðahandbókar ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.

Starfið er fjölbreytt og felur í sér mikil samskipti og samvinnu við starfsmenn í öðrum deildum, innheimtuaðila, þjónustuaðila hugbúnaðarkerfa og viðskiptamenn. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi framtíðarstarf í skemmtilegu og lifandi starfsumhverfi.

Næsti yfirmaður er sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi kostur
 • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
 • Góð tölvufærni og þekking á samfélagsmiðlum
 • Íslenskukunnátta í ræðu og riti skilyrði
 • Enskukunnátta æskileg
 • Rík krafa um frumkvæði og framkvæmdagleði
 • Sjálfstæði í störfum og góð skipulagshæfni
 • Rík og góð samskiptahæfni og þjónustulund
 • Jákvæðni og aðlögunarhæfni

Helstu verkefni

 • Útgáfa reikninga
 • Álagning og innheimta fasteignagjalda
 • Afstemming viðskiptamannareikninga
 • Umsjón með vef sveitarfélagsins
 • Umsjón með samfélagsmiðlum sveitarfélagsins
 • Vinna við gæðahandbók sveitarfélagsins
 • Tengiliður sveitarfélagsins við þjónustuaðila upplýsingakerfa

Umsóknarfrestur er til og með 2. ágúst 2022

Laun eru samkvæmt samningi Vesturbyggðar og viðkomandi stéttarfélags.  Nánari upplýsingar um starfið veitir Gerður Björk Sveinsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, starfsferil og fleira skal senda netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is merkt: Umsókn – Innheimtufulltrúi og verkefnastjóri.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu í starfið.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Gerður Björk Sveinsdóttir gerdur@vesturbyggd.is / 450 2300