Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir næstum 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Innviða­greining

Undan­farin tvö ár hefur Vest­ur­byggð unnið að verk­efni sem miðar að því að kort­leggja stöðu atvinnu­reksturs í sveit­ar­fé­laginu og hvernig hægt er til fram­tíðar að skapa aðstöðu fyrir þau fyrir­tæki sem hafa hug á að efla sinn rekstur enn frekar innan sveit­ar­fé­lagsins auk aðstöðu­sköp­unar fyrir ný fyrir­tæki.


Skrifað: 13. maí 2019

Fréttir

Með auknu fiskeldi og aukin umsvif í öðrum atvinnugreinum hefur orðið viðsnúningur í atvinnumálum í Vesturbyggð. Þetta hefur einnig gert það að verkum að sveitarfélagið hefur fundið fyrir vaxtaverkjum m.t.t innviða eins og á hafnarsvæðum og á fasteignamarkaði svo dæmi séu nefnd.

Verkefnið var fyrst kynnt á íbúafundi á Bíldudal þann 19. september 2017 og voru í nóvember 2017 haldnir fundir með stærri fyrirtækjum á svæðinu, einnig voru haldnir opnir fundir með öðrum hagsmunaaðilum.

Íbúum og fyrirtækjum var gefin kostur á að senda inn athugasemdir og/eða ábendingar við skýrsluna og eins voru haldinir kynningarfundir í apríl þar sem helstu niðurstöður voru kynntar.

Liggur nú fyrir lokaeintak skýrslunnar þar sem farið er yfir niðurstöður ásamt greiningu innviða og samfélags.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Gerður Björk Sveinsdóttir gerdur@vesturbyggd.is / 450 2300