Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 3 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Íslenskir fjár­festar sýna sunn­an­verðum Vest­fjörðum áhuga

Arnarlax og íbúar á sunn­an­verðurm Vest­fjörðum. Hjart­an­lega til hamingju með fréttir af nýjum hlut­höfum í þessu öfluga fyrir­tæki sem starfar hér í Vest­ur­byggð. Það er ánægju­legt að sjá að íslenskir fjár­festar hafi loks séð þau miklu tæki­færi sem liggja í þessari mikil­vægu atvinu­upp­bygg­ingu á sunn­an­verðum Vest­fjörðum.


Skrifað: 13. október 2020

Fréttir

Við óskum lífeyrissjóðunum Gildi og Stefni, sjóðstýringafyrirtæki Arion banka til hamingju með þátttöku sína í hlutafjárútboði Arnarlax og áætlunum um mikilvæga fjármögnun inn í fyrirtækið. Fiskeldið hefur haft gríðarleg áhrif á samfélagið í Vesturbyggð og er dæmi um eitt það áhrifamesta einkaframtak í atvinnuuppbyggingu sem hefur haft jákvæð áhrif á byggðaþróun á síðari árum. Atvinnumögleikum fjölgað og samfélag og byggðin okkar blómstrar. Við bjóðum því íslenska fjárfesta velkomna til að taka þátt í þessari jákvæðu þróun og skapa verðmæti fyrir þjóðarbúið, sérstaklega nú á erfiðum tímum.