Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Íþrótta­skólinn í Vest­ur­byggð

Auglýst er eftir starfs­manni fyrir Íþrótta­skóla á Patreks­firði og Bíldudal. Íþrótta­skólinn á sunn­an­verðum Vest­fjörðum er starf­andi í samfellu við grunn­skóla­hald alla virka daga og er ætlaður börnum í 1. – 4. bekk.


Skrifað: 24. ágúst 2023

Um er að ræða tímavinnu eftir hádegi.

Íþróttaskólinn sækir fyrirmynd sína til HSV en þar hefur verið íþróttaskóli starfræktur frá hausti 2011. Kennslan í skólanum skiptist í tvennt, annars vegar grunnþjálfunarþátt og hins vegar boltaskóla.

Óskað er eftir að viðkomandi getur byrjað sem fyrst.

Umsóknir og upplýsingar um starfið veitir Arnheiður Jónsdóttir, sviðsstjóra fjölskyldusviðs.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Vesturbyggð áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

 

 

 

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs

MAS

magnusarnar@vesturbyggd.is/+354 450 2300