Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Íþrótta­kennari við Patreks­skóla

Við Patreks­skóla er laus 100% staða íþrótta­kennara. Gerð er krafa um kennslu­rétt­indi, hreint saka­vottorð og framúrsk­ar­andi hæfni í mann­legum samskiptum.


Skrifað: 5. október 2020

Starfsauglýsingar

Patreksskóli er heildstæður 10 bekkja grunnskóli með 100 nemendum ásamt leikskóladeild. Þar starfar öflugur og metnaðarfullur hópur fólks sem vinnur að vellíðan nemenda og að hver fái að stunda nám á eigin forsendum. Íþróttalíf er mikið og fjölbreytt og margir möguleikar fyrir öflugan íþróttakennara. Íþróttaaðstaða er mjög góð, í stóru íþróttahúsi með sundlaug.

Starfssvið

  • Fylgist með námi og þroska allra nemenda sinna og leitast við að skapa kennsluaðstæður sem eru hvetjandi til náms, vinnusemi og þroska
  • Hefur yfirsýn með skólasókn nemenda í íþróttum
  • Tekur þátt í teymisvinnu við umsjónarkennara og aðra íþróttakennara innan skóla og milli skóla
  • Tekur þátt í gerð skólanámskrár og ýmsum áætlunum innan skólans

Hæfniskröfur

  • Kennsluréttindi á grunnskólastigi með hæfni í íþróttakennslu
  • Hefur ánægju af að starfa með börnum og unglingum
  • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum
  • Getur tileinkað sér skólastefnu Patreksskóla, s.s. Uppeldi til ábyrgðar o.fl
  • Góðir skipulagshæfileikar
  • Ábyrgð og stundvísi
  • Getur starfað með íþróttakennurum annarra skóla í teymisvinnu
  • Faglegur metnaður
  • Áhugi á að vinna með börnum og unglingum

Umsóknarfrestur er til og með 19. október 2020

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Umsækjendur mega hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga (kynferðisbrot), nr. 19/1940 frá því að hann var sakhæfur (15 ára) né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá.

Umsókn um starf skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og afrit af leyfisbréfi ef við á, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila.

Frekari upplýsingar gefur Ásdís Snót Guðmundsdóttir asdissnot@vesturbyggd.is og í síma 863 0465. Umsóknir skulu berast á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is