Hoppa yfir valmynd

Íþrótta­skólinn á Bíldudal óskar eftir starfs­manni

Auglýst er eftir metn­að­ar­fullum, sjálf­stæðum og dríf­andi starfs­manni til að sjá um Íþrótta­skólann á Bíldudal. Íþrótta­skólinn í Vest­ur­byggð er starf­andi í samfellu við grunn­skóla­hald alla virka daga og er ætlaður börnum í 1. – 4. bekk. 

Um er að ræða tíma­vinnu eftir hádegi. 


Skrifað: 10. október 2024

Íþróttaskólinn sækir fyrirmynd sína til HSV en þar hefur verið íþróttaskóli starfræktur frá hausti 2011. Kennslan í skólanum skiptist í tvennt, annars vegar grunnþjálfunarþátt og hins vegar boltaskóla. 

Óskað er eftir að viðkomandi getur byrjað sem fyrst. 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Nám stuðningsfulltrúa eða sambærilegt nám æskilegt
  • Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri
  • Hefur ánægju af að starfa með börnum
  • Frumkvæði í störfum og faglegur metnaður
  • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum
  • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð

Umsóknarfrestur er til og með 17. október 2024

Laun og starfskjör eru í samræmi við kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Vesturbyggð áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. 

Frekari upplýsingar veitir Hafdís Helga Bjarnadóttir, tómstundafulltrúi. Umsóknir skulu berast á netfangið hafdishelga@vesturbyggd.is