Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 3 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Jól og áramót í Covid

Embætti land­læknis og almanna­varna­deild ríkis­lög­reglu­stjóra hafa gefið út leið­bein­ingar um hvað þarf að hafa í huga yfir hátíð­arnar vegna COVID-19.


Skrifað: 1. desember 2020

Fréttir

Sumar athafnir fela í sér meiri áhættu en aðrar og þessar leiðbeiningar innihalda ráðleggingar um það hvernig gott sé að haga málum yfir hátíðarnar.

  • Njótum rafrænna samverustunda
  • Eigum góðar stundir með heimilisfólkinu
  • Veljum jólavini (hverja við ætlum að hitta yfir hátíðarnar)
  • Hugum að heilsunni og stundum útivist í fámennum hópi
  • Verslum á netinu ef hægt er
  • Verum tilbúin með innkaupalista þegar farið er að versla
  • Kaupum máltíðir á veitingastöðum og tökum með heim
  • Ef við finnum fyrir einkennum sem bent geta til COVID-19 þá er mikilvægt að vera heima, fara í próf og vera í einangrun þar til niðurstaða liggur fyrir.

Heimboð og veitingar

  • Látum gesti vita um boðið með góðum fyrirvara svo þeir hafi tækifæri til að fara varlega dagana fyrir boðið
  • Fylgjumst með þróun faraldursins
  • Virðum fjöldatakmarkanir og tryggjum nándarmörk og einstaklingsbundnar smitvarnir
  • Forðumst samskotsboð („pálínuboð“) og hlaðborð
  • Geymum handabönd, faðmlög og kossa til betri tíma
  • Hugum að loftræstingu og loftum út á meðan á boðinu stendur
  • Bjóðum upp á grímur ef gestir kjósa, þvoum hendur og sprittum okkur reglulega
  • Takmörkum sameiginlega snertifleti og þrífum þá oft og reglulega.
  • Notum grímu og þvoum okkur reglulega um hendur á meðan við útbúum matinn, berum hann fram og göngum frá
  • Takmörkum fjölda fólks í eldhúsinu eða þar sem maturinn er útbúinn og gengið er frá eftir matinn
  • Takmörkum notkun á sameiginlegum áhöldum, svo sem tertuhnífum, kaffikönnum, mjólkurkönnum og svo framvegis
  • Þvoum allt tau eftir hvert boð, svo sem dúka og tauservíettur
  • Forðumst söng og hávært tal, sérstaklega innandyra

Rekstraraðilar og fyrirtæki

  • Tryggja þarf að skilaboð um gildandi reglur og leiðbeiningar á Íslandi, sé komið til starfsmanna fyrirtækja þá sérstaklega farandverkamanna og þeirra sem eru af erlendum uppruna
  • Huga þarf vel að þrifum á samkvæmt verklagsreglum um þrif á COVID-19 tímum
  • Upplýsingar og leiðbeiningaskilti um persónubundnar einstaklingsbundnar smitvarnir séu sýnileg einstaklingum á áberandi stöðum
  • Tryggja skal nálægðarmörk á milli ótengdra aðila

Persónulegar sóttvarnir

  • Þvoum hendur reglulega
  • Virðum nálægðarmörkin
  • Loftum reglulega út
  • Notum andlitsgrímur þegar við á
  • Þrífum snertifleti reglulega

Við mælum með að allir kynni sér þessar leiðbeiningar en þær er hægt að nálgast hér.

Áríðandi er að við verndum viðkvæma hópa og verndum þá yfir hátíðarnar.