Hoppa yfir valmynd

Jóla­opnun í Skriðu

Opið verður á prent­verk­stæði bóka­út­gáf­unnar Skriðu á aðvent­unni. Þar verða pipar­kökur og heitt á könn­unni.


Skrifað: 9. desember 2024

Hægt verður að versla ýmsar handgerðar gjafir frá Skriðu fyrir jólin, þar á meðal bækur frá Skriðu, ýmis konar myndverk, handgerðar skissubækur, kort, merkimiða og harðfisk.

Opið verður:

  • Miðvikudaginn 11. desember kl. 13:00-16:30
  • Þriðjudaginn 17. desember kl. 16:00-19:00
  • Miðvikudaginn 18. desember kl. 16:00-19:00
  • Fimmtudaginn 19. desember kl. 16:00-19:00
  • Föstudaginn 20. desember kl. 16:00-19:00
  • Laugardaginn 21. desember kl. 13:00-16:00
  • Sunnudaginn 22. desember kl. 13:00-16:00
  • Mánudaginn 23. desember kl. 17:00-20:00

Um Skriðu

Skriða var stofnuð sem bókaútgáfa árið 2019 af kettinum Skriðu. Í lok árs 2023 opnaði Skriða síðan verkstæði og vinnustofu við Eyrargötu á Patreksfirði en þar er nú starfrækt bókaútgáfa, prentverkstæði og myndlistarvinnustofa í umsjá Birtu Ósmann Þórhallsdóttur.

Skriða leggur áherslu á að lágmarka áhrif sín á umhverfið og eru bækurnar því prentaðar eftir eftirspurn til þess að sporna við offramleiðslu og sóun. Einnig er allur afgangspappír, afskurður og prufuprentanir endurnýtt í önnur verkefni.

Birta er bæjarlistamaður Vesturbyggðar.

Menningar- og ferðamálafulltrúi

VMÞ

muggsstofa@vesturbyggd.is/+354 450 2335