Hoppa yfir valmynd

Jóla­t­endr­anir 2024

Kveikt verður á ljósum jóla­trjáa á Patreks­firði, Tálkna­firði og Bíldudal um mánað­ar­mótin. Auk þess býður Vest­ur­byggð í Skjald­borg­arbíó.


Skrifað: 20. nóvember 2024

Allir bæjarbúar eru hjartanlega velkomnir að vera viðstaddir og gleðjast saman í skammdeginu. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og smákökur, dansað verður í kringum jólatréð og fleira. Í Skjaldborgarbíói verður kvikmyndin Moana 2 sýnd í boði Vesturbyggðar, en athugið að það verður þann 4. desember kl. 17:00.

Tímasetningar

  • Patreksfjörður: föstudaginn 29. nóvember kl. 16:00 á Friðþjófstorgi.
  • Tálknafjörður: laugardaginn 30. nóvember kl. 17:00 á Lækjartorgi.
  • Bíldudalur: mánudaginn 2. desember kl. 16:30 við Baldurshaga.
  • Bíó: miðvikudaginn 4. desember kl. 17:00 í Skjaldborgarbíói.

Tímasetningar eru birtar með fyrirvara um að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir.