Kaffispjall með heimastjórn fyrrum Barðastrandar- og Rauðasandshrepps
Heimastjórn fyrrum Barðastrandar- og Rauðasandshrepps býður íbúa hjartanlega velkomna í óformlegt spjall um hvaðeina sem sveitungum liggur á hjarta um málefni byggðarlaganna.
Við verðum með kleinur og heitt á könnunni á eftirfarandi stöðum:
- Byggðasafninu á Hnjóti 4. mars kl. 16:30-17:30
- Félagsheimilinu Birkimel, Barðaströnd 5. mars kl. 16:30-17:30
Í lok mars er ráðgert að halda formlega íbúafundi og líta má á kaffispjallið sem upptakt að þeim fundum. Við viljum gjarnan heyra hvað þið hafið að segja og hvað ykkur finnst að þurfi að skýra. Íbúafundunum er meðal annars ætlað að vera vettvangur fyrir ykkar ábendingar og sjónarmið sem síðan nýtast í undirbúningi fyrir fjárhagsáætlunargerð sveitarfélagsins.
Vonumst til að hitta ykkur sem flest. Ykkar rödd skiptir máli.
Í heimastjórn eru:
Elín Eyjólfsdóttir
Edda Kristín Eiríksdóttir
Maggý Hjördís Keransdóttir