Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Kennari á yngsta stigi - 50% starfs­hlut­fall

Patreks­skóli auglýsir lausa stöðu kennara á yngsta stigi, starfs­hlut­fall er 50%. Patreks­skóli er um 100 barna skóli, með 10 bekkj­ar­deildir og efstu deild leik­skóla. Skólinn er með veglegt íþróttahús og sund­laug í örfárra skrefa fjar­lægð.


Skrifað: 1. október 2020

Starfsauglýsingar

Patreksskóli vinnur með Uppbyggingarstefnuna að leiðarljósi og einkunnarorð skólans eru jákvæðni, virðing og samvinna. Fjölbreyttir kennsluhættir, einstaklingsmiðað nám, samþætting námsgreina þar sem grunnþættir menntunar endurspeglast í skólastarfi.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Umsækjendur mega hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga (kynferðisbrot), nr. 19/1940 frá því að hann var sakhæfur (15 ára) né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá.

Starfssvið

Kennari með hæfni í kennslu yngsta stigs.

Menntunar og hæfniskröfur

  • Leyfisbréf til kennslu með sérstaka hæfni á grunnskólastigi
  • Reynsla og áhugi á að starfa með börnum
  • Lipurð í samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki í starfi
  • Faglegur metnaður
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
  • Reynsla af teymisvinnu kostur

Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2020

Umsókn um starf skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og afrit af leyfisbréfi ef við á, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila.

Frekari upplýsingar um starfið gefur Ásdís Snót Guðmundsdóttir í síma 863 0465 eða asdissnot@vesturbyggd.is. Umsóknir skulu berast  á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is