Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Kennari á yngsta stigi óskast við Bíldu­dals­skóla

Viltu slást í hóp kennara með faglegan metnað og starfs­gleði að leið­ar­ljósi? Fjöl­hæfur kenn­ari óskast til starfa frá 1. ágúst 2022 við Bíldu­dals­skóla og leik­skólann Tjarn­ar­brekku sem er samrekinn leik- og grunn­skóli með tvær starfstöðvar á Bíldudal, Vest­ur­byggð.


Skrifað: 18. júlí 2022

Starfsauglýsingar

Einkunn­arorð Bíldudalsskóla eru: samskipti – samvinna- sköpun.

Áherslur Bíldudalsskóla eru fjölbreyttir kennsluhættir, einstaklingsmiðað nám og samþætting námsgreina. Bíldudalsskóli vinnur með Uppbyggingarstefnuna, vaxtarhugarfar og leiðsagnarnám. Áhersla er lögð á teymiskennslu. Áhersla Tjarnarbrekku er skólastarf í gegnum leik og gleði.

50 – 70 % kennarastaða á yngsta stigi

Óskað er eftir kennara sem getur tekið að sér kennslu nemenda á yngsta stigi. Ásamt að kenna þvert á skólastig, íslensku, stærðfræði, sjónlistir, náttúru- og samfélagsfræðigreinar, val, útikennslu, erlend tungumál og fleira.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leik- og grunnskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leik- og grunnskóla og menntastefnu Vesturbyggðar
  • Að annast kennslu samkvæmt meginmarkmiðum aðalnámskrá grunnskóla með hliðsjón af þörfum og þroska nemenda
  • Að fylgjast með velferð nemenda, hlúa að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þeir fái notið sín sem einstaklingar
  • Að taka þátt í skólaþróun í samræmi við stefnu skóla og sveitarfélags

Umsóknarfrestur er til og með 1. ágúst 2022

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Frekari upplýsingar um starfið gefur Elsa Ísfold Arnórsdóttir, skólastjóri/leikskólastjóri í síma 450 2333 og 699 3422, netfang elsa@vesturbyggd.is