Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Kennari óskast til starfa við Tálkna­fjarð­ar­skóla

Leitað er að kenn­ara­mennt­uðum einstak­lingi sem er til í að takast á við deild­ar­stjórn og kennslu í fram­sæknum skóla þar sem er samkennsla og fjöl­menning.


Skrifað: 8. október 2024

Tálknafjörður er snyrtilegur, 300 íbúa bær, í veðursæld á sunnanverðum Vestfjörðum. Tálknafjarðarskóli er samrekinn 20 nemenda grunnskóli og 8 barna leikskóli (Vinabær) í nýsameinuðu sveitarfélagi, Vesturbyggð, þar sem starfar samhentur hópur starfsfólks. Öflugt samstarf er við nágrannaskólana, Patreks- og Bíldudalsskóla.

Tálknafjarðarskóli fylgir meðal annars stefnu Heilsueflandi skóla og er einn af elstu skólum landsins í grænfánastarfi Landverndar. Öflugt íþróttastarf er í skólanum sem og á Tálknafirði og er jóga, núvitund og útikennsla hluti af daglegu starfi. Afar öflugt félags- og tónlistarstarf er í Vesturbyggð og vel er tekið á móti nýju fólki í fjölbreytta afþreyingu, til dæmis zumba, sjósund og hannyrðir. Í skólanum er daglegt samstarf barna og fullorðinna um aukna færni í íslensku. Skólinn er vel útbúinn húsnæði, tækjum og tólum fyrir metnaðarfulla kennara.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Deildarstjórn grunnskólans (hlutastarf)
  • Kennsla í hlutastarfi einhvers af eftirtöldu: íslensku, ÍSAT, raungreina, stærðfræði, upplýsingatækni
  • Þátttaka í jákvæðum skólabrag og samstarf við annað starfsfólk

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Viðkomandi skal hafa leyfisbréf til kennslu
  • Góð íslenskufærni
  • Góð tölvukunnátta
  • Fjölbreytt kennslureynsla er æskileg
  • Færni í mannlegum samskiptum, metnaður og frumkvæði

Umsóknarfrestur er til og með 25. október 2024

Fjarvinna og hlutastarf kemur til greina en í forgangi er öflugt fólk sem vill búa á staðnum.

Launakjör fylgja samningum KÍ.

Umsóknum skal fylgja greinargóð ferilskrá, leyfisbréf til kennslu, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi. Allir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar um starfið má fá hjá Ásu Sigurlaugu Harðardóttur, skólastjóra, asa@vesturbyggd.is og í síma 7774214

Vesturbyggð áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Skólastjóri Tálknafjarðarskóla

false