Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 1 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.
Kosið um sameiningu 9.- 28.október nk.
Samstarfsnefnd um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hefur unnið greinargerð um sameiningu sveitarfélaganna. Álit hennar og greinagerð hafa fengið umræðu í sveitarstjórnum beggja sveitarfélaga, án atkvæðagreiðslu. Næstu skref er að íbúar fái tækifæri til að greiða atkvæði um tillögur nefndarinnar. Mun kosningin fara fram dagana 9.-28.október í báðum sveitarfélögum.