Hoppa yfir valmynd

Kosning um orð ársins í Vest­ur­byggð 2023

Kosning er hafin um orð ársins 2023 í Vest­ur­byggð.


Skrifað: 21. desember 2023

Fréttir

Íbúum gafst áður tækifæri til að senda inn tillögur. Valið var úr þeim tillögum sem bárust og er nú opið fyrir kosningu á milli þeirra. Orðin eru framkvæmdir, framtíð, laxalús, sameining og samgöngur.

Hér fyrir neðan er hlekkur á kosninguna. Hægt er að kjósa til miðnættis kvöldsins 28. desember, úrslitin verða kunngjörð daginn eftir á heimasíðu Vesturbyggðar. Kosningin er nafnlaus.