Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 1 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.
Kosningakaffi
Vesturbyggð býður bæjarbúum í kosningakaffi laugardaginn 28. október í tilefni sameiningarkosninga.
Heitt verður á könnunni og kræsilegt meðlæti verður í boði Vesturbyggðar milli kl. 13 til 16 á eftirtöldum stöðum:
- Muggsstofu á Bíldudal
- Salnum í félagsheimilinu Birkimel
- Safnaðarheimilinu á Patreksfirði
Öll eru hjartanlega velkomin.