Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 6 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.
Kynning á ofanflóðavörnum á Patreksfirði
Vesturbyggð og Ofanflóðasjóður í samráði við Framkvæmdasýsluna bjóða til kynningarfundar um snjóflóðavarnir á Patreksfirði í félagsheimilinu (FHP), fimmtudaginn 4. júlí kl. 18.
Skrifað: 24. júní 2019
Um er að ræða kynningu á vörnum ofan Hóla og Mýra annarsvegar og Urðargötu og Aðalstrætis hinsvegar eða Mýrargarð og Urðargarð.
Fulltrúar ofangreindra stofnana auk fulltrúa frá Verkís, Landmótun og EFLU verkfræðistofu, sem séð hafa um hönnun snjóflóðavarnanna, verða á staðnum og kynna framkvæmdirnar og hvernig verður að þeim staðið.