Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Kynning fyrir hags­muna­aðila Dufans­dalur-Efri

Á fundi skipu­lags- og umhverf­is­ráðs 5. desember 2019 var lögð fram umsókn um fram­kvæmda­leyfi vegna skóg­ræktar til nytja­skóg­ræktar á um 35 ha svæði í landi Dufans­dals-Efri.


Skrifað: 13. desember 2019

Skipulög í auglýsingu

Með vísan til 5. mgr. 13. gr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er eftirtöldum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að tjá sig um tillöguna:

Eigendur jarðarinnar Dufansdal neðri, sumarhúseigendum Dufansdal-Efri lóðir 1,2,3,4,5,6,7,8 og 9.

Nánari upplýsingar eru veittar hjá skipulags- og byggingarfulltrúa Vesturbyggðar.

Kynning hefst þann 13. desember 2019 og skila skal athugasemdum á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is eigi síðar en 10. janúar 2020.

Skipulagsfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson
oskar@landmotun.is / 575 5300