Hoppa yfir valmynd

Kynn­ingar - Gefum íslensku séns

Laug­ar­daginn 24. febrúar mun aðili á vegum Gefum íslensku séns koma við á Bíldudal, Tálkna­firði og Patreks­firði til að kynna átakið Gefum íslensku séns – íslensku­vænt samfélag fyrir heima­fólki.


Skrifað: 19. febrúar 2024

Auglýsingar

Íslenskuvænt samfélag vill stuðla að auknum möguleikum við notkun íslensku fyrir öll sem læra málið. Auk þess verður vonandi unnin þar hugmyndavinna enda eru allar hugmyndir vel þegnar, allar hugmyndir sem hafa það að augnamiði að auka veg íslenskunar og auka tækifæri fólks til að æfa sig í notkun málsins. En þar gegna móðurmálshafar, hugsanlegir almannakennarar lykilhlutverki.
Fræðslumiðstöð Vestfjarða, sem er einn af stofnaðilum átaksins og virkur þátttakandi, verður með í för og mun kynna starfsemi sína. Kynningarnar verða:
  • Klukkan 12:00 í Muggsstofu á Bíldudal
  • Klukkan 14:00 í Tálknafjarðarskóla á Tálknafirði
  • Klukkan 16:00 í Patreksskóla á Patreksfirði
Kynningin fer fram á íslensku. Öll eru hjartanlega velkomin og hvött til að mæta, sérstaklega móðurmálshafar eða þau sem tala íslensku vel og geta hjálpað fólki að ná tökum á málinu. Heitt verður á könnunni á öllum stöðum.