Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 3 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.
Kynningarfundur – Brjánslækjarhöfn
Hafnastjóri býður notendum og áhugasömum á fund á Bæjarskrifstofu Vesturbyggðar þriðjudaginn 26. október kl. 18:00. Á fundinum verður farið yfir frumhönnun á nýrri aðstöðu fyrir smábáta við Brjánslækjarhöfn sem áætlaðar eru 2022. Ásamt Hafnastjóra mun Kjartan Elíasson verkfræðingur á Hafnadeild Vegagerðarinnar vera á fundinum og svara spurningum og taka við ábendingum.