Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Lagning ljós­leiðara á Barða­strönd

Nú er að hefjast aftur vinna við lagn­ingu á ljós­leiðara á Barða­strönd þaðan sem frá var horfið á sein­asta ári. Stefnt er að því að leggja ljós­leiðara á alla sveitabæi og fyrir­tæki frá Kleif­a­heiði og að Auðs­haug.


Skrifað: 23. apríl 2019

Verkefnið er í samstarfi við Mílu sem á nú þegar ljósleiðara sem liggur eftir ströndinni. Farið verður í tengibrunna á leiðinni og lagt frá þeim að hverjum notanda. Á Krossholti mun Míla hins vegar setja upp ljósnet og nýta þar koparlagnir sem eru til staðar.

Það er Lás ehf. sem vinnur jarðvinnuna og Telnet mun síðan sjá um að tengja ljósleiðarann hjá notendum.