Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Land­verðir - Sumarstörf

Umhverf­is­stofnun leitar að öflugum land­vörðum til starfa á frið­lýstum svæðum í umsjón stofn­un­ar­innar um allt land á komandi sumri. Um er að ræða heils­dags­störf sem ýmist eru unnin í dagvinnu eða dagvinnu með breyti­legum vinnu­tíma. Ráðn­ing­ar­tími í störfin er mismun­andi eftir svæðum, þau fyrstu hefja störf á vormán­uðum og síðustu ljúka störfum í byrjun næsta vetrar.


Skrifað: 15. febrúar 2023

Starfsauglýsingar

Umhverfisstofnun hefur umsjón með yfir hundrað náttúruverndarsvæðum. Eitt af okkar stærstu verkefnum í náttúruvernd er uppbygging innviða með bætt aðgengi, öryggi og verndun að leiðarljósi ásamt þjónustu við gesti svæðanna. Við leitum að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingum með framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón og eftirlit með starfssvæðum
  • Gæta þess að ákvæðum náttúruverndarlaga og sérlaga, friðlýsingarskilmála og stjórnunar- og verndaráætlana svæða sé fylgt
  • Upplýsa og fræða gesti um náttúru og sögu svæðanna, m.a. með fræðslugöngum
  • Sinna viðhaldi innviða og halda við merktum gönguleiðum
  • Bregðast við ef slys ber að höndum

Hæfniskröfur

  • Landvarðanámskeið eða nám sem Umhverfisstofnun telur samsvarandi er krafa
  • Gild ökuréttindi er krafa á öllum svæðum nema í friðlandinu á Hornströndum
  • Gild skyndihjálparréttindi er krafa. Boðið verður upp á námskeið í fyrstu hjálp í vor
  • Góð færni í samskiptum er mikilvæg
  • Reynsla af landvörslustörfum er kostur og mikilvæg í óbyggðum
  • Þekking á viðkomandi starfssvæði er kostur
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku er mikilvæg og frekari tungumálakunnátta er kostur
  • Reynsla af útivist og náttúrutúlkun, skálavörslu, björgunarsveitarstörfum og leiðsöguréttindi eru kostir

Umsóknarfrestur er til og með 20. febrúar 2023

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Nánari upplýsingar veita svæðissérfræðingar á hverju svæði fyrir sig, í síma 591 2000. Sjá einnig nánari upplýsingar á vefsíðunni Hvað gera landverðir.
Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Umsækjendur eru beðnir að tiltaka í textasvæði í umsókn á hvaða svæði þeir vilja helst starfa hafi þeir óskir um það.
Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Starfshlutfall er 100%

Kristín Ósk Jónasdóttir, Teymisstjóri – kristin.jonasdottir@umhverfisstofnun.is – 5912000
Sigrún Valgarðsdóttir, Sérfræðingur – sigrunv@umhverfisstofnun.is – 5912000

Smelltu hér til að sækja um starfið