Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Land­verðir - Sunn­an­verðir Vest­firðir

Umhverf­is­stofnun auglýsir eftir land­vörðum til sumarstarfa á sunn­an­verða Vest­firði. Megin starfs­svæði eru friðlandið Vatns­firði, nátt­úru­vernd­ar­svæðið Látra­bjarg og nátt­úru­vættin Surt­ar­brandsgil og Dynj­andi. Áætlað er að ráða í þrjú störf. Aðsetur land­varða verður í Vatns­firði og í nálægð við Látra­bjarg.


Skrifað: 27. janúar 2020

Starfsauglýsingar

Verkefni

Störf landvarða felast í að gæta þess að ákvæði náttúruverndarlaga og sérlaga, friðlýsingarskilmála og stjórnunar- og verndaráætlana svæða séu virt. Þeir koma á framfæri upplýsingum og fræða gesti um náttúru og sögu svæðanna, viðhald innviða og halda við merktum gönguleiðum. Landverðir þurfa að vera viðbúnir ef slys ber að höndum og er gerð krafa um að þeir sem ráðnir verða til starfa sæki skyndihjálparnámskeið eða hafi gild skyndihjálparréttindi. Boðið verður upp á skyndihjálparnámskeið fyrir landverði í vor.

Hæfniskröfur

  • Landvarðanámskeið eða nám sem Umhverfisstofnun telur samsvarandi er krafa
  • Reynsla af landvörslustörfum er kostur
  • Gild ökuréttindi er krafa
  • Góð færni í samskiptum er mikilvæg
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku er mikilvæg og frekari tungumálakunnátta er kostur
  • Þekking á viðkomandi starfssvæði er kostur
  • Reynsla af útivist og náttúrutúlkun, skálavörslu, björgunarsveitarstörfum og leiðsöguréttindi eru kostir

Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar 2020

Tengiliður er Edda Kristín Eiríksdóttir, eddak@umhverfisstofnun.is, 591 2000

Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um störfin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.