Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Láttu okkur vita

Vest­ur­byggð fæst við mörg og fjöl­breytt verk­efni á hverjum degi. Starfs­menn Vest­ur­byggðar leggja metnað í að sinna þeim verk­efnum bæði vel og örugg­lega. Fjöldi verk­efna er oft mikill og þá er nauð­syn­legt að forgangsraða þeim eftir mikil­vægi hverju sinni. Einnig vinnur starfs­fólk Vest­ur­byggðar ötul­lega að því að bæta þjón­ustu við íbúa sveit­ar­fé­lagsins eins og kostur er.


Skrifað: 7. ágúst 2019

Það er því starfsmönnum Vesturbyggðar mikilvægt að upplýsingar um það hvað betur megi fara í sveitarfélaginu berist til okkar svo unnt sé að bregðast við. Sveitarfélagið getur ekki lagfært eða bætt það sem ekki er vitað að þurfi að bæta.

Samfélagið okkar verður aldrei betra en við sjálf gerum það og saman getum við gert stórkostlega hluti.

Vesturbyggð vill því biðja íbúa um að nýta sér þær leiðir sem til staðar eru við að hafa samband við sveitarfélagið með ábendingar, athugasemdir eða jafnvel hrós ef við erum að standa okkur vel.

Íbúar hafa um nokkrar leiðir að velja til að hafa samband við Vesturbyggð og koma upplýsingum til starfsmanna:

Í gegnum netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is

Í gegnum skilaboðatakkann á heimasíðunni https://vesturbyggd.is/

Í gegnum Facebook https://www.facebook.com/Vesturbyggd/

Í síma: 450-2300

Í Ráðhúsinu, Aðalstræti 75 á Patreksfirði, sem opnar aftur eftir sumarlokun 12. ágúst kl. 10.

Vinnum saman að því að gera Vesturbyggð enn betri.