Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.
Laus kennarastaða við Patreksskóla
Patreksskóli er einsetinn grunnskóli með nemendur í 1. – 10. bekk. Mjög góð aðstaða til smíðakennslu er í skólanum.
Skólinn er vel tæknivæddur með góðan fartölvukost bæði fyrir nemendur og kennara, auk spjaldtölva fyrir nemendur.
Nýlegt og frábært íþróttahús og sundlaug er á Patreksfirði. Þar er einnig öll helsta þjónusta; heilsugæsla, verslanir, veitingahús og verkstæði.