Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Laus störf á leik­skól­anum Arakletti

Þrjár stöður eru lausar á leik­skól­anum Arakletti á Patreks­firði frá áramótum.


Skrifað: 4. desember 2018

Starfsauglýsingar

Staða matráðs er laus frá áramótum

Starfshlutfall 100% og vinnutími 8:00 – 16:00. Fjöldi sem eldað er fyrir 70 manns. Viðkomandi þarf að hafa reynslu og þekkingu af rekstri  og starfi í stóreldhúsi. Viðkomandi sér um öll innkaup og skipulag, gerir matseðla og stýrir starfi eldhússins.

  • Viðkomandi þarf að vera áhugasamur og hugmyndaríkur
  • Sýna ábyrgð og alúð í starfi
  • Vera stundvís, snyrtilegur og reglusamur
  • Vera jákvæður og þar með stuðla að góðum starfsanda
  • Vera samvinnuþýður og sýna sveigjanleika í starfi
  • Taka leiðbeiningum vel
  • Virða þagnarheit
  • Sýna frumkvæði í starfi
  • Virða og taka þátt í hefðum og hátíðum leikskólans

Staða aðstoðarmatráðs frá áramótum

Starfshlutfall 75% og vinnutími 8:00-14:00. Starfssvið: aðstoð í eldhúsi, s.s. við undirbúning eldunar og framreiðslu, uppþvott og frágang í eldhúsi, umsjón með kaffistofu starfsfólks, þvottur og fágangur.

  • Viðkomandi þarf að vera áhugasamur og hugmyndaríkur
  • Sýna ábyrgð  og alúð í starfi
  • Vera stundvís, snyrtilegur og reglusamur
  • Vera jákvæður og þar með stuðla að góðum starfsanda
  • Vera samvinnuþýður og sýna sveigjanleika í starfi
  • Taka leiðbeiningum vel
  • Virða þagnarheit
  • Sýna frumkvæði í starfi
  • Virða og taka þátt í hefðum og hátíðum leikskólans

Staða við ræstingar á Arakletti frá áramótum

50% starfshlutfall. Vinnutími c.a. 16:00-20:00. Starfssvið: sér um öll almenn þrif í leikskólanum samkvæmt þrifaplani.

  • Viðkomandi þarf að sýna ábyrgð og vandvirkni í starfi
  • Þarf að hafa þekkingu og eða að kynna sér vel ræstiefni og vinnuaðferðir
  • Vera stundvís, snyrtilegur og reglusamur
  • Vera samvinnuþýður og sýna sveigjanleika í starfi
  • Taka leiðbeiningum vel
  • Virða þagnarheit

Upplýsingar veitir leikskólastjóri

Bergdís Þrastardóttir araklettur@vesturbyggd.is / 450 2342