Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Laus störf við leik­skólann Araklett

Um er að ræða tvær 100% stöður inni á deildum. Araklettur er 3 deilda leik­skóli á Patreks­firði. Lögð er áhersla á; lifandi gildi í mann­legum samskiptum, leik og læsi.


Skrifað: 28. september 2020

Vakin er athygli á skólastefnu Vesturbyggðar og jafnréttisáætlun Vesturbyggðar. Skólinn nýtur sérfræðiþjónustu frá Tröppu og Litlu kvíðameðferðarstöðinni.

Hæfniskröfur

  • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun og/eða reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Frumkvæði í starfi
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Stundvísi, snyrtimennska og reglusemi

Umsóknarfrestur er til og með 12. október 2020

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Við hvetjum fólk af öllum kynjum að sækja um.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Gunnarsdóttir í síma 450 2343 eða 849 5070 og tölvupósti araklettur@vesturbyggd.is

Araklettur leikskólastjóri

araklettur@vesturbyggd.is/+354 450 2342