Leikskólinn Araklettur - Laus störf
Leikskólinn Araklettur á Patreksfirði óskar eftir leikskólakennurum til starfa bæði í störf deildarstjóra, í starf sérkennslustjóra og inn á deildir sem fyrst.
Ef ekki fæst fagfólk til starfa óskum eftir að ráða starfsfólk í eftirfarandi stöður hjá okkur sem fyrst:
Starfsmann á deild með börnum, stuðningsaðila og afleysingarstarfsmann.
Um er að ræða þrjár 100% stöður en starfshlutfall getur verið samningsatriði og einnig má hugsa sér sveigjanlegri vinnutíma ef það fullnægir þörfinni.
Araklettur er þriggja deilda leikskóli fyrir börn frá 14 mánaða – 5 ára. Skólinn er „Skóli á grænni grein“ og vinnur eftir „Lífsmenntarstefnunni“ (Value Based Education). Virðing, traust og gleði eru aðaláhersluþættir leikskólans.
Skólinn nýtur sérfræðiþjónustu frá Tröppu og Litlu kvíðameðferðarstöðinni. Nánari upplýsingar um leikskólann er að finna á heimasíðu, sjá tengil hér fyrir neðan.
Hæfniskröfur
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
- Reglusemi og stundvísi
- Færni í samskiptum
- Frumkvæði í starfi
- Metnaður fyrir því að gera ætíð sitt besta
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Góð íslenskukunnátta
- Að vera tilbúin/n að læra og tileinka sér starf með ungum börnum
Laun eru samkvæmt kjarasamningum Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Upplýsingar gefa sviðsstjóri fjölskyldusviðs Arnheiður Jónsdóttir, og leikskólastjóri Hallveig Ingimarsdóttir. Umsóknir berist til leikskólastjóra.