Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.
Lausaganga hunda
Að undanförnu hefur töluvert borið á því að hundaeigendur hafa hleypt hundum sínum lausum á opnum svæðum innan þéttbýla Vesturbyggðar, sérstaklega er hér átt við íþróttasvæði.
Vesturbyggð vill minna á og ítreka að lausaganga hunda er með öllu bönnuð í þéttbýli innan Vesturbyggðar. Lausaganga getur valdið óþægindum svo ekki sé minnst á hugsanlegan óþrifnað.
Eru hundaeigendur hvattir til að sýna tillitsemi í þessu sambandi.
Sjá nánar í meðfylgjandi samþykkt.