Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Lausar kenn­ara­stöður í Vest­ur­byggð

Í Vest­ur­byggð er öflugt atvinnulíf, fjöl­breytt þjón­usta og gott mannlíf. Góð þjón­usta er í sveit­ar­fé­laginu, öflugt æsku­lýðs­starf, leik­skólar, grunn­skólar, íþrótta­svæði, sund­laug, versl­anir, sjúkrahús, verk­stæði, vélsmiðjur, trésmíða­verk­stæði, bíó, ferða­þjón­usta og fleira.


Skrifað: 18. mars 2022

Starfsauglýsingar

Einstök náttúrufegurð prýðir Vesturbyggð og þar er ótal margt að sjá og upplifa. Náttúruperlur eins og Rauðisandur og Látrabjarg eru innan sveitarfélagsins. Möguleikar til útivistar, félagsstarfa, íþrótta og afþreyingar eru því fjölmargar. Vesturbyggð tekur vel á móti nýjum íbúum.

Patreksskóli – kennarar

Patreksskóli leitar eftir kennurum á ýmsum starfssviðum.

  • 100% starf kennara á yngsta stigi
  • 100% starf kennara á miðstigi
  • 100% starf kennara á unglingastigi með sérhæfða hæfni í raungreinum og stærðfræði
  • 70–100% starf kennara með sérhæfða hæfni í list- og verkgreinum
  • 100% starf kennara með sérhæfða hæfni í íþróttakennslu

Deildarstjóri 1 við stoðþjónustu

Helstu verkefni og ábyrgð er að skipuleggja og stýra fyrirkomulagi stoðþjónustu.

Deildarstjóri leikskóladeildar Patreksskóla

100% staða deildarstjóra leikskóladeildarinnar Klif í Patreksskóla. Leikskóladeildin er fyrir 5 ára nemendur.

Leikskólinn Araklettur

Sérkennslustjóri

Leitað er eftir sérkennslustjóra til starfa á Arakletti á Patreksfirði í 50% starf.

Leikskólakennari

Leitað er eftir leikskólakennara til starfa á Arakletti á Patreksfirði í 100% starf.

Bíldudalsskóli – Umsjónarkennarar

Bíldudalsskóli leitar eftir umsjónarkennurum í 1.–10. bekk.

Tónlistarskóli Vesturbyggðar – Tónlistarkennari

Kennsla á píanó og fleiri greinar, auk þess að sinna meðleik.