Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Sérfræð­ingar um grænt samfélag

Umhverf­is­stofnun leitar að tveimur sérfræð­ingum til að vinna að vitund­ar­vakn­ingu um grænan lífs­stíl og neyslu með áherslu á loft­lagsmál í öflugu teymi sérfræð­inga þar sem lögð er áhersla á þverfag­lega teym­is­vinnu.


Skrifað: 27. desember 2019

Starfsauglýsingar

Starfsaðstaða getur verið í Reykjavík, Hellissandi, Patreksfirði, Ísafirði, Akureyri, Mývatni, Egilsstöðum, Hellu eða Vestmannaeyjum, allt eftir búsetu.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfssvið sérfræðinganna felst í að þróa verkefni um loftslagsstefnu stofnana og sveitarfélaga, vinna að aðgerðum í stefnunni Saman gegn sóun og verkefnum tengdum umhverfismerkinu Svaninum. Störfin fela jafnframt í sér fræðslu og miðlun upplýsinga til almennings ásamt samskipti við fyrirtæki og opinbera aðila.

Hæfniskröfur

  • Meistarapróf sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla af miðlun efnis til almennings
  • Mjög góð færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

Að auki verða eftirfarandi þættir hafðir að leiðarljósi:

  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð auk frumkvæðis í starfi
  • Þekking á fræðslumálum og miðlun upplýsinga
  • Færni við greiningu og úrvinnslu gagna
  • Góð samstarfshæfni, jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum
  • Þekking á norðurlandatungumáli

Umsóknarfrestur er til og með 13. janúar 2020

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Æskilegt er að sérfræðingarnir geti hafið störf sem fyrst. Gagnkvæmur reynslutími er sex mánuðir.

Starfshlutfall er 100%

Nánari upplýsingar veita:
Elva Rakel Jónsdóttir – elva@umhverfisstofnun.is – 5912000
Guðrún Lilja Kristinsdóttir – g.lilja.kristinsdottir@umhverfisstofnun.is – 5912000