Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Leið­bein­andi - Araklettur

Leitað er eftir leið­bein­anda/starfs­manni í 100% stöðu, við leik­skólann Araklett á Patreks­firði.


Skrifað: 9. febrúar 2023

Starfsauglýsingar

Um leikskólann

Leikskólinn Araklettur er í rífandi uppbyggingu eins og samfélagið allt á Patreksfirði og við leitum að drífandi, hugmyndaríku og lausnarmiðuðu starfsfólki til að taka þátt í þessari uppbyggingu með okkur. Á leikskólanum Arakletti eru núna 40 börn en fyrirhuguð er stækkun og breytingar á leikskólanum sem mun gera pláss fyrir allt að 20 börn í viðbót. Einkunnarorð leikskólans eru: Leikur, gleði og vinátta og endurspeglast þau vel í starfi leikskólans, þar sem áhersla er lögð á frjálsan leik sem náms- og þroskaleið barnsins. Við vinnum markvisst með að efla málþroska, félagsþroska og ekki minnst að minnka lætin, til að ýta undir tækifærin til náms og þroska í gegnum leikinn. Við erum Vináttuleikskóli og erum að eflast í hugmyndafræði Vináttu/Blæs þar sem fjölbreytileiki og umburðarlyndi eru hornsteinar vináttunnar og viljum við að það endurspeglist í öllu okkar starfi. Okkur langar mikið til að efla útikennsluna og væri ekki verra ef þú hefðir áhuga á að sinna henni.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Að vinna að uppeldi og menntun barnanna.
  • Vinna í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.
  • Önnur verkefni er varða uppeldi og menntun barnanna.
  • Og auðvitað að vinna samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla og skólastefnu Vesturbyggðar.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
  • Skapandi hugsun og lausnarmiðuð nálgun á verkefni.
  • Umburðarlyndi, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund.
  • Hæfni til að taka frumkvæði og vinna sjálfstætt.
  • Góð íslenskukunnátta.

Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2023

Laun eru samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttafélags og sambands íslenskra sveitafélaga.

Allir einstaklingar, óháð kyni og búsetu eru hvattir til að sækja um starfið. Umsókn fylgi ferilskrá og rökstuðningur fyrir hæfni í starfi.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Bergdís Þrastardóttir, leikskólastjóri.

Araklettur leikskólastjóri

Bergdís Þrastardóttir araklettur@vesturbyggd.is / 450 2342