Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Leik­skóla­deild Patreks­skóla

Viltu vera hluti af lifandi, faglegu og skemmti­legu samfé­lagi? Leik­skóla­kennari/leið­bein­andi óskast til starfa á leik­skóla­deild­inni í Patreks­skóla í 100% stöðu.

Patreks­skóli leitar að metn­að­ar­fullum, sjálf­stæðum og dríf­andi starfa­manni með þekk­ingu og áhuga á skóla­starfi. Patreks­skóli vinnur með Uppbygg­ing­ar­stefnuna að leið­ar­ljósi og einkunn­arorð skólans eru jákvæðni, virðing og samvinna.


Skrifað: 5. ágúst 2020

Starfsauglýsingar

Starfssvið

  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra yngsta stigs.

Menntunar og hæfniskröfur

  • Leikskólakennaramenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Góð íslenskukunnátta.

Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst 2020

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Frekari upplýsingar um störfin gefur skólastjóri Patreksskóla Ásdís Snót Guðmundsdóttir. Umsóknir skulu berast  á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is