Hoppa yfir valmynd
  • Þjónusta
  • Mannlíf
  • Stjórnsýsla
  • Íbúagátt
    • English
    • Polski
  • Leit
  • Íbúagátt
  • English
  • Polski
  1. Stjórnsýsla
  2. Útgáfa & auglýsingar
  3. Fréttir og tilkynningar

Leik­skóla­deildin Klif

Viltu vera hluti af lifandi, faglegu og skemmti­legu samfé­lagi? Leik­skóla­kennari/leið­bein­andi óskast til starfa á leik­skóla­deild­inni Klif í Patreks­skóla í 100% stöðu.


Skrifað: 9. ágúst 2022

Starfsauglýsingar

Við leitum að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi starfamanni með þekkingu og áhuga á skólastarfi. Patreksskóli vinnur með Uppbyggingarstefnuna að leiðarljósi og einkunnarorð skólans eru jákvæðni, virðing og samvinna.  

Starfssvið:

Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.

    Menntunar- og hæfniskröfur:

    • Leikskólakennaramenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
    • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
    • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
    • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
    • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
    • Góð íslenskukunnátta

    Umsóknarfrestur er til og með 19. ágúst 2022

    Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.  

    Frekari upplýsingar um störfin gefur Ásdís Snót Guðmundsdóttir, asdissnot@vesturbyggd.is og í síma 863 0465. Umsóknir skulu berast á sama netfang. 


    Vesturbyggð

    Ráðhús Aðalstræti 75, Patreksfjörður

    +354 450 2300 vesturbyggd@vesturbyggd.is kt. 510694 2369


    2018 & 2019 Opinberi vefur ársins

    2018 Vefur ársins

    2020 Jafnlaunavottun