Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Leik­skóla­kennari / leið­bein­andi

Leitað er eftir leik­skóla­kennara til starfa á Arakletti á Patreks­firði í tvær 100% stöður. Ef ekki fæst leik­skóla­kennari þá ráðum við leið­bein­anda eða annað Háskóla­menntað fólk.


Skrifað: 8. ágúst 2022

Starfsauglýsingar

Araklettur er þriggja deilda leikskoli fyrir 14 mánaða – 6 ára. Við vinnum með Uppeldi til ábyrgðar sem okkar uppeldis- og agastefna.  Uppeldi til ábyrgðar stuðlar að jákvæðum samskiptum, hvetur til sjálfstæðrar hugsunar og þroskar jákvætt gildismat.

Leikskólinn byggir einnig starf sitt á kenningum John Dewey um að læra af reynslunni, þar sem börnin eru virkir þátttakendur í skipulagningu og framkvæmd leikskólastarfsins. Leikurinn er náms- og þroskaleið barnsins og er mikilvægt að leiknum sé gefinn góður tími og nægt rými í leikskólanum til að þróast.

Gildi leikskólans eru leikur, gleði og Vinátta

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leikskólakennari eða önnur uppeldismenntun
  • Hæfni, reynsla og áhugi í starfi með börnum
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku

Starfskröfur

  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt lýsingu leikskólakennara.
  • Taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi en starfslýsingu leikskólakennara má finna á ki.is

Umsóknarfrestur er til og með 1. september 2022

Laun eru samkvæmt kjarasamningum leikskólakennara og sambands íslenskra sveitafélaga.

Vakin er athygli á því að ef við náum ekki að ráða leikskólasérkennara og leikskólakennara kemur til greina að ráða annað háskólamenntað fólk eða leiðbeinendur.

Allir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri. Umsókn fylgi, leyfisbréf, ferlisskrá og rökstuðningur fyrir hæfni í starfi. Ráðið er í stöður samkvæmt samkomulagi.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmunda Júlía Valdimarsdóttir, leikskólastjóri, araklettur@vesturbyggd.is

Araklettur leikskólastjóri

Bergdís Þrastardóttir araklettur@vesturbyggd.is / 450 2342