Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Leik­skólinn Araklettur - laust starf

Leik­skólinn Araklettur óskar eftir að ráð einstak­ling til starfa sem fyrst.  Araklettur er 3 deilda leik­skóli á Patreks­firði. Lögð er áhersla á lífs­mennt; lifandi gildi í mann­legum samskiptum, leik og læsi. Vakin er athygli á Skóla­stefnu Vest­ur­byggðar og jafn­rétt­isáætlun Vest­ur­byggðar.


Skrifað: 17. ágúst 2020

Starfsauglýsingar

Helstu verkefni og ábyrgð

Afleysing: Leysir af inni á deildum vegna undirbúningsvinnu starfsmanna og vegna tilfallandi veikinda. Ráðning er í boði til eins árs í einu eftir reynslutíma sem er 3 mánuðir, eða eftir samkomulagi

    Hæfniskröfur

    • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun og/eða reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
    • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
    • Frumkvæði í starfi
    • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
    • Stundvísi, snyrtimennska og reglusemi
    • Góð íslenskukunnátta

    Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst 2020

    Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%. Við hvetjum fólk af öllum kynjum að sækja um.

    Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Gunnarsdóttir, leikskólastjóri

    Araklettur leikskólastjóri

    Bergdís Þrastardóttir araklettur@vesturbyggd.is / 450 2342