Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 3 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.
Líkamsþjálfun fyrir 60 ára og eldri
Vesturbyggð mun bjóða upp á líkamsþjálfun fyrir 60 ára og eldri í Bröttuhlíð á Patreksfirði á miðvikudögum kl. 12:15-13:15.
Hver og einn æfir á sínum forsendum, á sínum hraða eins og hann treystir sér til. Æft er í íþróttasal eða tækjasal. Kristín Brynja íþróttafræðingur mun veita leiðsögn.
Komum saman og njótum hreyfingar í öruggu umhverfi undir tryggri leiðsögn. Síðan er tilvalið að kíkja í heita pottinn á eftir.
Verð fyrir haustönn kr. 2.500