Löglærður fulltrúi — Patreksfirði
Staða löglærðs fulltrúa við embætti Sýslumannsins á Vestfjörðum er laus til umsóknar.Um er að ræða um 60% starfshlutfall með mögulegri hækkun starfshlutfalls síðar.
Starfsstöð er á skrifstofu embættisins á Patreksfirði.
Embætti Sýslumannsins á Vestfjörðum sinnir ýmsum stjórnsýsluverkefnum á Vestfjörðum sem heyra undir ríkisvaldið. Undir embættið heyra þrjár skrifstofur; á Ísafirði, Patreksfirði og Hólmavík. Starfsmenn eru nú 15 í 13,2 stöðugildum. Verkefni embættisins eru fjölbreytt og áhugaverð og kalla á mikil og góð samskipti við viðskiptavini.
Hjá embættinu er lagt upp úr góðum starfsanda og vinnuaðstöðu, símenntun og sveigjanleika í starfi.
Nánar má fræðast um embætti sýslumanna á vefnum www.island.is á slóðinni www.syslumenn.is.
Helstu verkefni og ábyrgð
Starfið felst einkum í lögfræðilegum verkefnum sem varða sjóði og stofnanir samkvæmt staðfestri skipulagsskr, sbr. lög nr. 19/1988 og trú- og lífsskoðunarfélög, sbr. lög nr. 108/1999 auk annarra verkefna sem sýslumenn sinna.
Hæfniskröfur
- Embættis- eða meistarapróf í lögfræði.
- Geta til að vinna sjálfstætt, sýna frumkvæði og vinna undir álagi.
- Samvinnu- og samskiptahæfni, jákvætt viðmót og sveigjanleiki.
- Nákvæmni og öguð vinnubrögð.
- Góð tölvukunnátta.
- Starfsreynsla sem nýtist í starfi er kostur.
- Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
- Góð enskukunnátta.
- Reynsla af fjárhagsbókhaldi er kostur.
Umsóknarfrestur er til og með 30. janúar 2025
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Stéttarfélag lögfræðinga hafa gert.
Umsókn getur gilt í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf ekki síðar en 1. mars nk.
Öllum umsóknum verður svarað ekki síðar en að ráðningu lokinni.
Starfshlutfall er 60%
Nánari upplýsingar veitir
Jónas B. Guðmundsson, jonas.gudmundsson@syslumenn.is
Sími: 4582400