Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 3 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Lokun göngu­leiðar ofan Patreks­skóla

Eins og margir hafa tekið eftir eru miklar jarð­vegs fram­kvæmdir í hlíðum ofan Patreks­fjarðar. Það hefur verið vaxandi áhugi hjá bæjar­búum og gestum á svæðinu að fara í göngu­ferðir bæði að, og eins meðfram þessum fram­kvæmdum og hefur útsýnið og hversu skemmtileg göngu­leið þetta er komið mörgum á óvart.


Skrifað: 24. mars 2021

Fréttir

Nú bregður svo við að loka þarf gönguleiðinni ofan af varnargarði við Patreksskóla, verið er að tengja saman nýja varnargarðinn við þann gamla og fylgja því ýmsar framkvæmdir sem skapa hættur fyrir vegfarendur sem leið eiga um svæðið. Því er brugðið á þá leið að loka göngustíg að utanverðu efst uppi á garðinum ofan skóla.

Hægt er áfram að fara um göngustíg á ofanflóðavörnum ofan skólans en vegfarendur verða þá að fara aftur til baka sömu leið ef farið er upp á garðinn.

Viljum við biðja aðila sem fara þar um að gæta fyllsta öryggis og virða þær lokunartakmarkanir sem þarf að setja upp vegna framkvæmda á svæðinu.

Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs

Geir Gestsson geir@vesturbyggd.is / 450 2300