Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.
Lokun vegna framkvæmda
Vegna framkvæmda við frárennsli og drenlagnir milli ofanflóðavarna og Patrekshafnar, munu verktakar á vegum Ofanflóðavarna loka götunni milli Urðargötu og Hóla/Mýra frá seinni parti miðvikudags 30. júní til og með laugardeginum 3. júlí.
Fimmtudaginn 8. júlí til og með laugardeginum 10. júlí verður svo lokað milli hafnarsvæða við smábátahöfnina, þar sem sambærilegar framkvæmdir fara fram á því svæði.
Íbúar og aðrir eru beðnir að sýna verktökum biðlund á meðan á framkvæmdum stendur.