Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Lokun vegna fram­kvæmda

Vegna fram­kvæmda við frárennsli og dren­lagnir milli ofan­flóða­varna og Patreks­hafnar, munu verk­takar á vegum Ofan­flóða­varna loka götunni milli Urðar­götu og Hóla/Mýra frá seinni parti miðviku­dags 30. júní til og með laug­ar­deg­inum 3. júlí.


Skrifað: 30. júní 2021

Fimmtudaginn 8. júlí til og með laugardeginum 10. júlí verður svo lokað milli hafnarsvæða við smábátahöfnina, þar sem sambærilegar framkvæmdir fara fram á því svæði.

Íbúar og aðrir eru beðnir að sýna verktökum biðlund á meðan á framkvæmdum stendur.

Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs

geir@vesturbyggd.is/+354 450 2300