Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Lokun við nýja varn­ar­vegginn á Patreks­firði


Skrifað: 12. nóvember 2021

Fréttir

Byrjað verður að tengja saman gamla varnarvegginn ofan við Patreksskóla og nýja varnargarðinn sem tengist honum að vestanverðu um helgina.

Þegar að búið verður að tengja veggina saman mun svæðið áfram verða lokað framkvæmdasvæði og stranglega bannað að fara upp á nýja vegginn.

Því er það eindregin ósk okkar að vegfarendur virði lokanir sem settar verða á nýja vegginn enda mikil slysahætta ef farið er upp á hann þar sem ekki hafa verið settar fallvarnir á þann vegg.

Áfram vonumst við eftir góðu samkomulagi við íbúa.

Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs

Geir Gestsson geir@vesturbyggd.is / 450 2300