Hoppa yfir valmynd

Malbiks­fram­kvæmdir á árinu 2025

Vest­ur­byggð vinnur nú að fjár­hags­áætlun fyrir árið 2025. Í þeirri vinnu er viða­mikill dálkur sem snýr að getu sveit­ar­fé­lagsinns til malbiks­fram­kvæmda.


Skrifað: 14. október 2024

Vegna þeirra stærða sem eru í krónutölum við malbik, hefur sveitarfélagið kallað eftir svörum frá malbiksaðilum, um hvort hægt sé að koma með stöð á sunnanverða Vestfirði á árinu 2025.

Svarið sem fengist hefur, er að það fari eftir umfangi verks, stærðarmörk vinnu verða að ná sem næst 2500 rúmmetrum að malbiki.

Í ljósi þess að töluverður verðmunur er milli þess að keyra malbik á svæðið, eða framleiða það hér fyrir vestan, vill Vesturbyggð kanna áhuga fyrirtækja og einstaklinga á að fara í malbiksframkvæmdir á árinu 2025.

 Áætlað magn sem Vesturbyggð er að horfa til að malbika á næsta ári, ef geta og fjármagn leyfir, gæti legið nálægt 500 rúmmetrum.

Vinsamlega, ef fyrirtæki ykkar eða einstaklingar eru að hugleiða að fara í malbiksframkvæmdir væri gott ef upplýsingar um áætlað magn berist á sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs.

Gott væri að fá svör sem fyrst.

Farið verður með allar upplýsingar varðandi svör við þessari auglýsingu sem trúnaðarmál.

Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs

geir@vesturbyggd.is/+354 450 2300