Meðhjálpari í Tálknafjarðarkirkju
Sóknarnefnd Tálknafjarðarkirkju leitar að ábyrgum einstaklingi sem er tilbúinn að taka sér starf kirkjuvarðar og meðhjálpara.
Starfið felur í sér bæði umsjón með daglegum rekstri kirkjunnar og að veita aðstoð við helgihald og aðrar kirkjulegar athafnir.
Helstu ábyrgðarsvið
- Sjá um daglegan rekstur kirkjunnar, þar á meðal þrif og umsjón með húsnæði.
- Aðstoða prest við kirkjulegar athafnir, svo sem guðsþjónustur, brúðkaup, jarðarfarir o.fl.
- Flagga á fánadögum.
- Aðstoða við undirbúning og framkvæmd ýmissa viðburða og samkomna.
Við leitum að einstaklingi sem
- Er ábyrgur, áreiðanlegur og metnaðarfullur.
- Býr yfir góðum samskiptahæfileikum og getur unnið sjálfstætt.
- Hefur áhuga á kristnum gildum og vilja til að starfa í þeim anda.
Áhugasöm sendi inn umsókn á netfangið talknafjardarkirkja@gmail.com. Hægt er að hafa samband við sóknarprest Patreksfjarðarprestakalls, Bryndísi Svavarsdóttur, í síma 695 4687, eða formann sóknarnefndar, Aðalstein Magnússon, í síma 861 2633.