Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir næstum 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Melanes – breyting á aðal­skipu­lagi

Hafin er undir­bún­ingur við gerð deili­skipu­lags Mela­ness við Rauðasand en um er að ræða breytta land­notkun, frá land­bún­að­ar­landi yfir í verslun og þjón­ustu. Deili­skipu­lagstil­laga þessi kallar á breyt­ingu á aðal­skipu­lagi Vest­ur­byggðar 2006–2018 og fjallar skipu­lags­lýs­ingin þessa breyt­ingu.


Skrifað: 29. apríl 2019

Skipulög í auglýsingu

Skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006–2018 í landi Melaness.

Ástæða breytingarinnar er sú að gert er ráð fyrir uppbyggingu fyrir ferðaþjónustu á fjórum lóðum vestan við bæjarstæðið þar sem reisa á gistihús og smáhýsi fyrir ferðamenn ásamt þjónustuhúsi.

Skipulagslýsingin sem er sett fram í greinargerð verður til sýnis í ráðhúsi Vesturbyggðar Aðalstræti 75, á Patreksfirði og á heimasíðu sveitarfélagsins.

Athugasemdir:

Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að leggja fram sjónarmið og ábendingar við við skipulagslýsinguna og skal þeim skilað skriflega í ráðhús Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, 450 Patrekfirði eða á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is fyrir 6. maí 2019.

Skipulagsfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson
oskar@landmotun.is / 575 5300