Mikil ófærð á Patreksfirði
Töluvert hefur kyngt niður af snjó á sunnanverðum Vestfjörðum síðustu daga.
Skrifað: 8. febrúar 2022
Erfiðlega hefur gengið að hreinsa götur á Patreksfirði í dag þar sem bæði er um mikinn snjó að ræða ásamt því að vindur hefur gert moksturs mönnum erfitt fyrir.
Unnið er að hreinsun gatna með öllum þeim tækjum sem í boði eru. Íbúar eru beðnir að sýna starfsmönnum á vegum bæjarins biðlund og tillitssemi við vinnu sína.