Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Minn­ing­ar­dagur um fórn­ar­lömb umferð­ar­slysa sunnu­daginn 18.nóvember

Árleg minn­ing­ar­at­höfn um fórn­ar­lömb umferð­ar­slysa verður haldin við lend­ing­ar­stað þyrlunnar á Oddanum á Patreks­firði sunnu­daginn 18. nóvember kl. 16:00. Klukkan 16:15 verður boðað til mínútu þagnar. Að lokinni athöfn verður boðið upp á kaffi og konfekt í Sigurð­arbúð, húsi Björg­un­ar­sveit­ar­innar Blakks.


Skrifað: 15. nóvember 2018

Auglýsingar

Allir eru velkomnir og viljum við hvetja alla til að leiða hugann að fórnfúsu og óeigingjörnu starfi viðbragðsaðila og þeirri ábyrgð sem við berum sem þátttakendur í umferðinni.

Björgunarsveitin Blakkur
HVEST Patreksfirði
Lögreglan á Vestfjörðum
Rauði Krossinn í Barðastrandarsýslu
Sjúkraflutningamenn
Slysavarnadeildin Unnur
Slökkvilið Patreksfjarðar