Hoppa yfir valmynd

Mismun­andi stig snjóflóða­við­varana

Rakna­dals­hlíð er í vöktun hjá Vega­gerð­inni og Veður­stof­unni gagn­vart snjóflóðum í fyrsta sinn í vetur. Því er tilefni til að fara yfir mismun­andi stig snjóflóða­við­varana.


Skrifað: 25. janúar 2024

Fréttir

Viðvaranirnar eru meðal annars byggðar á snjóflóðaspá sem Veðurstofan gerir fyrir Vegagerðina um þessa vegakafla. Um er að ræða eftirfarandi stig vegna snjóflóðahættu:

  • A. Snjóflóðahætta er möguleg. Mögulega gæti safnast það mikill snjór að frekari viðvaranir yrðu gefnar út.
  • B. Lýst yfir óvissustigi. Snjóflóðahætta er viðvarandi og vegfarendur hvattir til að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu.
  • C. Lýst yfir hættustigi. Veginum lokað.
  • D. Hættustigi aflýst. Vegurinn opinn.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar.