Hoppa yfir valmynd
  • Þjónusta
  • Mannlíf
  • Stjórnsýsla
  • Íbúagátt
    • English
    • Polski
  • Leit
  • Íbúagátt
  • English
  • Polski
  1. Stjórnsýsla
  2. Útgáfa & auglýsingar
  3. Fréttir og tilkynningar

Norlandair tekur við áætl­un­ar­flugi á Bíldudal

Vega­gerðin hefur gengið frá samn­ingi við flug­fé­lagið Norlandair um beint áætl­un­ar­flug til og frá Bíldu­dals­flug­velli 6 daga vikunnar, frá 16. nóvember 2020 til 15. nóvember 2023.


Skrifað: 12. nóvember 2020

Fréttir

Fyrsta flug félagsins verður mánudaginn 16. nóvember n.k. frá Reykjavík kl. 9:30 og mun lenda kl. 10:10 á Bíldudalsflugvelli. Nánari upplýsingar um flugáætlun félagsins má nálgast hér.

Flug Norlandair frá og til Bíldudals er bókanlegt á vef Air Iceland Connect – https://www.airicelandconnect.is/

Vesturbyggð vill nota tækifærið og þakka Flugfélaginu Erni, sem hefur um árabil haft á hendi flugþjónustu á sunnanverðum Vestfjörðum, kærlega fyrir þeirra góðu þjónustu í gegnum árin. Þá býður sveitarfélagið flugfélagið Norlandair velkomið á svæðið til að þjónusta íbúa og fyrirtæki í Vesturbyggð.


Vesturbyggð

Ráðhús Aðalstræti 75, Patreksfjörður

+354 450 2300 vesturbyggd@vesturbyggd.is kt. 510694 2369


2018 & 2019 Opinberi vefur ársins

2018 Vefur ársins

2020 Jafnlaunavottun