Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 1 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Ný starfs­stöð leik­skóla

Eins og fram hefur komið er Araklettur full­setinn og myndast biðlisti á leik­skólann. Til að bregðast við því hefur verið ákveðið að opna nýja starfs­stöð leik­skólans í Safn­að­ar­heim­ilinu á Patreks­firði frá og með 1. mars n.k. Deildin verður starf­andi tíma­bundið þar til að ný viðbygging við Araklett verður tekin í notkun.


Skrifað: 28. febrúar 2023

Á starfsstöðinni verða 2 starfsmenn og mun að minnsta kosti annar þeirra fylgja börnunum af deildinni yfir á  Araklett eftir sumarleyfi leikskólans þegar ný viðbygging verður tekin í notkun. Byrjað er að taka við börnum á deildina.

Í janúar auglýsti Vesturbyggð eftir dagforeldrum til starfa á Patreksfirði sem fengju ákveðna styrki frá sveitarfélaginu samkvæmt sérstökum reglum þar um. Ekki tókst að fá dagforeldra til starfa og því var gripið til þessa ráðs.